Aðalsíða

Ný rannsókn á einelti og líðan nemenda í Olweus-skólum kynnt

21. nóvember, 2011

Gögn úr Skólapúlsinum voru nýtt í nýrri rannsókn með Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðingi, þar sem metið var einelti og líðan nemenda í skólum sem vinna eftir Olweus áætluninni samanborið við aðra skóla. Niðurstöður sýna minna einelti í Olweus skólum í 6., 7. og 10. bekk en ekki í 8. og 9. bekk. Sterkust eru áhrifin í 7. bekk í skólum sem ekki hafa unglingadeild. Þar er líðan nemenda í 7. bekk einnig betri en í öðrum skólum almennt og tengist líðan hjá þeim nemendum minna stöðu eineltis í skólanum en í öðrum skólum. Fjallað var um niðurstöðurnar í síðdegisútvarpi Rásar 2 á miðvikudaginn sl. og í grein í helgarútgáfu Fréttablaðsins. Hér má hlýða á viðtalið á Rás 2 og hér er greinin í Fréttablaðinu.

Upplýsingavefur Kolbrúnar um einelti er hér.