Aðalsíða

Ánægja af lestri hefur ekki dalað

5. desember, 2011

Í nýlegri frétt hjá Ríkisútvarpinu http://ruv.is/frett/malid-adeins-eina-kynslod-ad-deyja var því haldið fram að „þeim börnum fækki sem lesi sér til ánægju“. Þetta er ekki í samræmi við mælingar Skólapúlsins sl. fjögur ár, en samkvæmt þeim hefur ánægja af lestri aukist lítilega á síðustu árum þó aukningin sé mjög lítil. Aðstandendur Skólapúlsins athuguðu málið og reyndist um rangrúlkun á niðurstöðum sem birtar voru í nýlegri ályktun íslenskrar málnefndar http://www.arnastofnun.is/Apps/WebObjects/SAM32.woa/wa/dp?detail=1027639&name=arnastofnun_frettir2= að ræða.

Þess ber að geta að inntak fréttar RÚV  fjallaði um að hlutfall þeirra unglinga sem sem lesi sér aldrei til ánægju sé hærra hér en almennt í Evrópu. Þetta er rétt þó munurinn sem minnst er á í ályktun íslenskrar málnefndar sé ekki mikill eða 21% að meðaltali í 35 Evrópulöndum en 23% á Íslandi. Niðurstöður úr ályktun íslenskrar málnefndar gefa tilefni til að veita magni bóklesturs og lesskilningi á unglingastigi athygli. Ályktanir sem dregnar hafa verið um að ánægja af lestri á unglingastigi hafi minnkað á undanförnum árum eiga hins vegar ekki við rök að styðjast.