Aðalsíða

Könnun fyrir foreldra forprófuð

10. desember, 2011

Í febrúar næstkomandi verður foreldrakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng foreldra skv. foreldralista úr Mentor sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í janúar. Skólapúlsinn býr til 120 para lagskipt líkindaúrtak foreldra á yngsta, mið- og elsta stigi skólans og sendir út könnunina ásamt þremur tölvupóstáminningum.

Foreldrakönnun Skólapúlsins mun einungis fara fram í febrúar á ári hverju og munu niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun mars. Kostnaður við framkvæmd foreldrakönnunarinnar verður sá sami og kostnaður við framkvæmd nemendakönnunarinnar. Hægt verður að skrá skóla í foreldrakönnunina frá og með næsta skólaári.

Tengiliður Skólapúlsins í skólanum hefur einnig möguleika á að prenta út þátttökukóða og fá foreldra til að svara þegar þeir koma í skólann eða til að svara í gegn um síma. Nafn hvers foreldris hverfur úr listanum þegar viðkomandi foreldri er búið að svara. Niðurstöður skólans verða ekki birtar fyrr en lágmarkssvarhlutfalli er náð.