Aðalsíða

Niðurstöðusíður í PDF skjal – leiðbeiningar

10. desember, 2011

Einfaldasta leiðin til að vinna með niðurstöður úr Skólapúlsinum er að klippa og líma einstakar myndir yfir í PowerPoint eða Word skjöl. Ef ætlunin er að búa til eitt PDF skjal með öllum niðurstöðum Skólapúlsins er einfaldast að smella á krækjuna „Prenta allar niðurstöðusíður“ á vefsvæði skólans og prenta þá síðu yfir í PDF skjal með því að nota ókeypis forrit eins og Bullzip.

Mac tölvur og Google Chrome vafrinn hafa sambærilegan hugbúnað innbyggðan og því þarf ekki slíkt forrit í þeim tilvikum.

Forritið má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins http://www.bullzip.com/products/pdf/info.php

Eftir að forritið hefur verið sett upp á viðkomandi tölvu og prentun á niðurstöðusíðum úr Skólapúlsinum hefur verið valin er hægt að velja prentarann „Bullzip PDF printer“ á meðal annarra prentara sem tengdir eru við tölvuna. Vinsamlega bíðið þangað til allar niðurstöðurnar hafa birtst á síðunni áður en útprentun er valin.

Í stað þess að prenta á hefðbundinn pappír býr prentarinn til PDF skjal úr niðurstöðusíðunum sem hægt er að vista hvar sem er.

Einnig er hægt að hafa samband á skolapulsinn@skolapulsinn.is og fá pdf skjalið sent sem viðhengi í tölvupósti.