Aðalsíða

Einelti á netinu

3. janúar, 2012

Í haust fór fram þróunarvinna sem miðaði að því að bæta eineltismælingu Skólapúlsins með því að spyrja einnig um einelti á netinu. Erfitt reyndist að finna spurningu sem mældi þátt eineltis á netinu sem hluta af undirliggjandi eineltisþætti. Að lokum fannst þó spurning sem sýndi viðunandi niðurstöður úr þáttagreiningu. Mælitækið sem mælir einelti í Skólapúlsinum tekur því nú einnig til eineltis á netinu. Fyrstu niðurstöður með nýju spurningunni verða birtar í byrjun febrúar næstkomandi.

Eineltismælingin sem notuð hefur verið í Skólapúlsinum fram að þessu er frá árinu 2005 og var búin til og forprófuð af Sigurgrími Skúlasyni hjá Námsmatsstofnun. Sigurgrímur veitti góð ráð við endurbætur á kvarðanum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.