Aðalsíða

Ný nálgun í foreldrakönnunum

19. febrúar, 2012

Skólapúlsinn beitir ályktunartölfræði til að lýsa viðhorfum foreldra í þeim skólasamfélögum sem nota kerfið til sjálfsmats. Lykilatriði við beitingu álytkunartölfræði er að svarhlutfall úrtaksins sem um ræðir sé fullnægjandi. Kerfið gerir því strangar kröfur til svarhlufalls og niðurstöður sem fengnar eru með minna en 80% svarhlutfalli eru ekki birtar í kerfinu.

Til að auðvelda skólum að ná upp fullnægjandi svarhlutfalli hefur Skólapúlsinn þróað nýja aðferðafræði við framkvæmd foreldrakannanna. Kerfið býr til lagskipt líkindaúrtak 120 nemenda af öllum aldursstigum skólans og af báðum kynjum. Í upphafi er sent út boðsbréf til forráðamanns 1 og honum/henni gert mögulegt að svara í um 10 daga. Forráðamaður 1 fær að auki eina SMS áminningu, annan tölvupóst, raddskilaboð og lokaáminningu á þessu 10 daga tímabili (1 sms, ein raddskilaboð og 3 tölvupóstar alls). Að 10 dögum loknum er aðgangi forráðamanns 1 lokað og nýtt boðsbréf sent á forráðamann 2 hjá þeim heimilum sem enn eiga eftir að svara og honum/henni gert mögulegt að svara til loka mánaðarins. Forráðamaður 2 fær að auki eina SMS áminningu, annan tölvupóst, raddskilaboð og lokaáminningu á 10 daga tímabili (1 sms, ein raddskilaboð og 3 tölvupóstar alls). Í lokatölvupósti til forráðamanns 2 er honum/henni tilkynnt um að símaeftirfylgni hefjist og standi til loka mánaðarins (u.þ.b. 10 daga).