Eignarhald upplýsinga í könnunum Skólapúlsins
6. maí, 2015
Vegna nýlegrar umræðu um eignarhald upplýsinga í samræmdri nemendakönnun Skólapúlsins er vert að árétta þrennt:
1. Svör í könnunum Skólapúlsins eru aldrei vistuð undir nafni eða öðrum persónuauðkennum.
2. Hver skóli sem ákveður að taka þátt í samræmdri könnun framkvæmir könnunina í sínum skóla og er eigandi allra gagna samkvæmt þjónustusamningi sem gerður er við Skólapúlsinn.
3. Skólapúlsinum er ekki leyfilegt að vinna áfram með upplýsingar um tiltekinn skóla nema að gefnu leyfi frá skólanum sjálfum.
Frekari upplýsingar um persónuvernd og innihald kannana má finna undir krækjunum hér að ofan.