Aðalsíða

Af hverju ætti maður ekki að stefna að því að ná niðurstöðum sem næst 10 þegar kvarðinn er frá 0 og upp í tíu?

22. maí, 2015

Svar: Normaldreifðar niðurstöður eru byggðar upp með því að laga dreifingu stiga að normaldreifingu. Kostir þess eru stöðugleiki og einfaldleiki og að túlkunin byggir þá á traustum grunni. Meðaltöl og staðalfrávik (meðaltalsfrávik frá meðaltali) verða þannig alltaf þau sömu á landsvísu. Normaldreifing gerir samanburð milli tiltekins skóla og landsins mögulegan og gefur samanburðinum merkingu.

Niðurstöður við mörgum spurningum eru gefnar upp á mælikvarða sem tekur gildi frá 0 til 10 og er normaldreifður með meðaltal 5 og staðalfrávik 2. Hátt gildi á kvarða sýnir að viðkomandi þáttur er sterkt einkenni nemenda í skólanum. Sem viðmiðunarregla er munur uppá 0,5 stig ekki mikill munur, munur uppá 1,0 stig telst töluverður munur og munur uppá 1,5 stig og meira telst mikill munur. Túlkun á mikilvægi munarins fer eftir efni og dreifingu hvers matsþáttar fyrir sig.

Normaldreifður kvarði 0-10, meðaltal 5 og staðalfrávik 2