Aðalsíða

Könnun fer að ljúka og svarhlutfallið hjá okkur er aðeins komið í 68%. Þetta er ótrúlega erfitt og nú get ég ekki haft samband við foreldra oftar til að biðja þá að svara könnuninni.

22. maí, 2015

Svar: Af fenginni reynslu höfum við sannreynt að eina leiðin til að ná viðunandi svarhlutfalli er að byrja úthringingar á vegum skólans strax upp úr miðjum mánuði. Aukatölvupóstar til viðbótar þeim fimm tölvupóstum og sms skilaboðum sem send eru út af okkur skila mjög takmörkuðum árangri. Ef þegar hefur verið hringt einu sinni í alla þá sem eru eftir á listanum ykkar er ekki ástæða til að ætla að svarhlutfallið verði betra en orðið er. Ef enn á eftir að ná í einhverja á listanum er vert að benda á að símaver Skólapúlsins getur tekið að sér að ná í þá sem eftir eru fyrir 320 kr. á hvert símtal sem nær í gegn. Vinsamlegast láttu okkur vita sem fyrst ef þú vilt nota þá þjónustu. Nokkrir foreldrar á listanum gætu ekki haft forsendur til að svara á neinu þeirra tungumála sem boðið er upp á. Við getum fjarlægt þá úr listanum eftir þinni leiðsögn og þá batnar svarhlutfallið aðeins. Að lokum vil ég benda á að 80% svarhlutfall er metnaðarfullt markmið og svarhlutfall um 70% gefur vel nothæfar niðurstöður þó að við viljum alltaf að niðurstöðurnar séu eins áreiðanlegar og mögulegt er.