Svar: „Senda kóða“ hnappurinn er hugsaður sem leið til að endursenda fólki kóðann sinn þegar það biður um það og til að maður geti boðið fólki upp á það til að auka líkur á að viðkomandi svari könnuninni þegar það er beðið um að svara. Það sem gerist þegar ýtt er á hnappinn er að tölvupóstur er sendur á netfangið sem finna má í reitnum við hliðina. Í póstinum stendur: Könnun – lykilorð Smelltu hér til að svara könnuninni: (hlekkur sem leiðir inn á könnun viðkomandi). Ef viðkomandi vill fá kóðann sendan á annað netfang má skrifa það beint inn í reitinn og smella svo á „senda kóða“, við það sendist lykilorðið í tölvupósti á nýja netfangið.