Aðalsíða

Ég er að vinna lokaverkefni mitt í háskóla og var að velta fyrir mér hvort hægt væri að fá niðurstöður ykkar um tíðni eineltis og neteineltis síðustu ára til að geta nýtt þær tölur í fræðilegum kafla ritgerðarinnar?

11. desember, 2015

Svar: Eitt af markmiðum Skólapúlsins er að aðstoða fræðimenn við að nýta þau gögn sem er safnað með Skólapúlsinum til að bæta skólastarf á Íslandi. Þar sem gögnin eru eign skólanna þá þarftu að fá leyfi hjá viðkomandi skólastjórum fyrir því hvaða niðurstöður þú færð í hendur. Einfaldast er að vinna þetta í samráði við þann sem stýrir sjálfsmati í einum af samstarfsskólum þínum og fá aðgang að niðurstöðunum þeirra beint. Þar getur þú tekið út heildarniðurstöður síðustu ára við ólíkum spurningum sem snerta einelti.