Aðalsíða

Hvernig hvetjum við nemendur til að svara könnun Skólapúlsins?

25. nóvember, 2015

Svar: Við teljum að það sé mikilvægt að segja nemendunum frá því að Skólapúlsinn sé þeirra leið til hjálpa til við að bæta skólastarfið, með því að segja satt og rétt frá því hvað þeim raunverulega finnst undir nafnleynd. Síðan má taka dæmi um hvernig skólinn hefur notað niðurstöðurnar til að bæta skólastarfið.

Það er varasamt að kynna niðurstöður einstakra spurninga fyrir svarendum þar sem það getur haft truflandi áhrif á hvernig þau svara næst. Hinsvegar ætti skólinn að nýta niðurstöðurnar til að tala við smærri hópa nemenda til að fá ráð hvernig bæta má skólastarfið.

Dæmi: Ánægja af nátturufræði er umtalsvert lægri á meðal 7. bekkinga í skólanum en gengur og gerist á landinu. Sennilega væri mjög gagnlegt fyrir náttúrufræðikennarann að ræða við hóp 7. bekkinga og biðja þau um hjálp við að finna leiðir til að gera náttúrufræðikennslu við skólann ánægjulegri.

Sem sagt, kynna Skólapúlsinn fyrir nemendum sem raunverulegan vettvang umbóta, en það er þá háð því að skólastjórnendur hlusti virkilega á það sem nemendurnir eru að segja og bregðist við.