Aðalsíða

Framhaldsskólapúlsinn 2015-16

8. janúar, 2016

Í kringum 1000 framhaldsskólanemar víða af landinu tóku þátt samræmdri nemendakönnun sem unnin var af Skólapúlsinum í nóvembermánuði síðastliðnum. Nemendur fengu könnunina bæði senda í tölvupósti og með sms skilaboðum. Könnuninni má svara beint á snjallsímum og tekur um 15 mínútur. Könnunin var nú framkvæmd í þriðja sinn og fengu þátttökuskólar niðurstöður með samanburði við aðra skóla sem og eigin útkomu frá fyrri árum.