Aðalsíða

Glærur af vorfundi 2017

2. júní, 2017

Vorfundur Skólapúlsins fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Góðar umræður sköpuðust um innihald og framkvæmd kannana á öllum skólastigum. Í kjölfarið var ákveðið að breyta orðalagi og fella út nokkrar spurningar. Helstu breytingar á komandi skólaári verður að finna í foreldrakönnun leikskóla þar sem spurningum sem snerta upplýsingamiðlun til foreldra verður fækkað úr 10 í 7. Af almennari breytingum má nefna að allar kannanir Skólapúlsins verða frá og með næsta skólaári með hnappi til að gera hlé á svöruninni og talgervilsstuðningi verður bætt við starfsmannakannanir grunn- og leikskóla. Næsta vor verður jafnframt í fyrsta skipti boðið upp á samræmda lestraráhugakönnun með mynda- og talgervilsstuðningi fyrir nemendur í 1. – 5. bekk. Fyrirhugað er að könnunin fari fram í apríl og verði lögð fyrir alla nemendur í 1. – 5.  bekk samtímis.

Glærur af vorfundi 2017