Ný könnun fyrir 1.-5. bekk væntanleg í Skólapúlsinn
17. ágúst, 2017
Notendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í fyrsta sinn í apríl 2018. Könnunin beinist fyrst um sinni einungis að viðhorfum til lestrar innan og utan skólans.