Aðalsíða

Mælingar á vellíðan í skóla í 1. – 5. bekk

6. mars, 2018

Hafin er þýðing á nýju íslensku mælitæki fyrir vellíðan í skóla fyrir 1. – 5. bekk. Mælitækið byggir á nýlegu bresku mælitæki sem unnið var af McLellan og Steward (2015). Mælitækið var forprófað í Bretlandi með 5170 nemendum á aldrinum 7-15 ára  og gaf góða raun. Fyrirhugað er að íslenska útgáfan verði einfaldari í sniðum en sú breska og nái einungis til tveggja matsþátta: perónulegrar og félagslegrar vellíðunar í skóla. Einnig er ráðgert að spurningarnir verði með mynda- og talgervilsstuðningi þannig að unnt verði að leggja spurningarnar fyrir nemendur sem eru að ljúka 1. bekk (verða 7 ára á árinu). Þar sem að fyrirhugað er að allir nemendur í 1. – 5. bekk taki þátt í könnuninni er óþarfi að draga í úrtak og því verða þátttökukóðar ekki tengdir nöfnum á meðan á fyrirlögn stendur. Fyrirhugað er að forprófa mælitækið í apríl næstkomandi og eru áhugasamir skólar beðnir um hafa samband á skolapulsinn@skolapulsinn.is ef áhugi er á að taka þátt í forprófuninni.

Heimild:

McLellan, R., & Steward, S. (2015). Measuring children and young people’s wellbeing in the school context. Cambridge Journal of Education, 45(3), 307-332. doi:10.1080/0305764x.2014.889659