Aðalsíða

Foreldra- og starfsmannakönnunum lokið

12. apríl, 2018

Niðurstöðum úr foreldra- og starfsmannakönnunum í leik- og grunnskólum sem fram fóru í febrúar og mars hefur nú verið skilað til viðkomandi skólastjóra. Í heildina er um að ræða 180 tölfræðiskýrslur sem gefnar hafa verið út í mars og apríl. Á næstu dögum verða unnar skýrslur fyrir sveitarfélög viðkomandi skóla til birtingar í Skólavoginni þar sem sveitarfélög sjá niðurstöður sinna skóla í nafnlausum samanburði við önnur sveitarfélög. Við minnum á innifalið í vinnslu könnunar hjá Skólapúlsinum er aðstoð við túlkun niðurstaðna í síma 583-0700 og/eða í tölvupósti á skolapulsinn@skolapulsinn.is.