Aðalsíða

Hvernig breytir maður staðalníukvarða yfir í hundraðsröð?

8. október, 2018

Nokkrir notendur hafa haft samband við okkur og spurt um leiðir til að gera staðalníukvarðann (sem flestar niðurstöður eru birtar á) skiljanlegri fyrir almenning. Ein leið er að umbreyta staðalníukvarðanum yfir í hundraðsröð (e. percentile rank). M.ö.o má segja að ef að t.d. Reykjavík var með 5,3 á staðalníukvarðanum þá voru 56% nemenda á landinu* með lægri eða sömu einkunn og dæmigerður nemandi í Reykjavík. Til að einfalda umbreytinguna fyrir þá sem vilja nota hundraðsröð í útskýringum sínum höfum við búið til Excel skjal þar sem hægt er að slá inn hvaða staðalníuskor sem er og fá fram viðkomandi hundraðsröð.

Excel skjal til umbreytingar á stöðluðum kvörðum

*miðað við stöðlunarúrtakið. Ef þörf krefur er einfaldast er að útskýra orðið stöðlunarúrtak sem fyrsta árið sem mælingin var lögð fyrir.