Uppfærðir áskriftarskilmálar – taka sjálfkrafa gildi 1. nóvember næstkomandi
1. október, 2018
Á undanförnum vikum höfum við fengið ábendingar frá lögfræðingum nokkurra sveitarfélaga um hluti sem betur mættu fara í nýju áskriftarskilmálunum. Í kjölfarið hafa áskriftarskilmálar og vinnslusamningur um áskrift að Skólapúlsinum verið uppfærðir lítillega, breytingarnar eru í engum tilfellum íþyngjandi fyrir skóla eða sveitarfélög miðað við fyrri skilmála og snúa að eftirfarandi atriðum:
- Við 5. gr. áskriftarskilmálanna bættist ákvæði þess efnis að vinnslusamningurinn í viðauka 1. gangi framar áskriftarskilmálum hvað varðar vinnslu vinnsluaðila á persónuupplýsingum fyrir hönd ábyrgðaraðila.
- Við 8. gr. áskriftarskilmálanna bættist við ákvæði þess efnis að tjónstakmörkun ákvæðisins taki ekki til tjóns sem þjónustuaðili beri ábyrgð á skv. persónuverndarlögum.
- 2. gr. vinnslusamningsins breytist lítillega, lýsing á framkvæmd kannana er nú ítarlegri, vinnsluaðili safnar ekki lengur upplýsingum um þá sem heimsækja vefsvæðið ábyrgðaraðila hjá vinnsluaðila og við greinina bættist einnig yfirlýsing þess efnis að vinnsluaðili tryggi að svör við könnunum séu ekki rekjanleg til tiltekinna svarenda.
- Sú breyting verður gerð á framkvæmd kannanna að framvegis verður börnum á grunnskólaaldri ekki boðinn sá valmöguleiki að fá áminningu um að ljúka könnun.
- Samningum við undirvinnsluaðila er nú lýst með nákvæmari hætti og upplýst um að undirvinnsluaðilarnir hýsi gögn í gagnaverum sem staðsett eru innan Evrópska efnahagssvæðisins og/eða í Bandaríkjunum, þegar gögn eru hýst í Bandaríkjunum er það gert á grundvelli þess að undirvinnsluaðilarnir eru aðilar að US-Privacy shield (nánari upplýsingar um samninginn á www.privacyshield.gov).
- Við 14. gr. vinnslusamningsins bættist skaðleysisákvæði þar sem vinnsluaðili ábyrgist að hann muni halda ábyrgðaraðila skaðlausum í tengslum við tjón sem vinnsluaðili ber ábyrgð á samkvæmt persónuverndarlögum, þ.m.t. tjóni sem hlýst af því að vinnsluaðili hafi ekki farið að fyrirmælum ábyrgðaraðila samkvæmt vinnslusamningi þessum sbr. 82. gr. GRPR.
Skólastjórar geta lesið áskriftarskilmálana í heild sinni má lesa með því að skrá sig inná nidurstodur.skolapulsinn.is og smella á „Stillingar – Skoða áskriftarskilmála“. Uppfærðu áskriftarskilmálarnir taka sjálfkrafa gildi þann 1. nóvember næstkomandi.