Eiga starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi að taka þátt?
11. janúar, 2019
Það er matsatriði. Ef starfsmaðurinn hefur verið við vinnu á yfirstandandi skólaári í umtalsverðan tíma (1-2 mánuði) þá ættu skoðanir viðkomandi starfsmanns erindi inní heildarniðurstöðu skólans á skólaárinu. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að starfsmenn sinni vinnutengdum erindum (svara könnun) í orlofi, þó vilja fæstir að gengið sé framhjá þeim. Best er að spyrja viðkomandi starfsmann hvort hann/hún hafi tíma og áhuga á að taka þátt í könnuninni og fylgja ákvörðun viðkomandi.