Aðalsíða

Hvernig kynna skólar niðurstöðurnar? Sýnist þetta unnið misjafnlega eftir skólum og misauðvelt að nálgast niðurstöður af heimasíðum skólanna.

1. febrúar, 2019

Það er mjög misjafnt, við ráðleggjum skólum alltaf fara yfir helstu atriði (jákvæð og neikvæð) og kynna samantekt á niðurstöðum innra matsins fyrir hagsmunaaðilum (foreldrum, nemendum og starfsfólki) ásamt áætlun um úrbætur. Við ráðleggjum skólum frá því að leggja stór PDF skjöl umhugsunarlaust út á vefinn. Í öryggisskyni höfum við því smíðað niðurstöðukerfið þannig að velja verður sérstaklega ef hafa á niðurstöður opinna svara með í PDF skjölunum. Þannig minnka líkurnar á að meiðandi ummæli séu í ógáti birt á netinu. Niðurstöðurkerfið er smíðað með það fyrir augum að óþarfi sé að vinna með stór PDF skjöl, auðvelt er að ná fram til helstu frávika frá sambærilegum skólum með því að skrá sig inn í niðurstöðukerfið og sýna niðurstöðurnar beint með skjávarpa á fundum með viðkomandi hagsmunaðilum. Það á því að vera óþarfi að leggjast í að búa til sérstakar glærusýningar til að miðla niðurstöðunum.