Aðalsíða

Góður árangur af sjálfvirku úthringiveri

14. febrúar, 2020

Sjálfvirka úthringiverið var prófað í fyrradag í 10 skólum (um 1000 foreldrar) til að minna  á yfirstandandi foreldrakönnun. Árangurinn af úthringingunum var töluverður  7-11% aukning í svarhlutfalli samanborið við 1-2% aukningu hjá þeim skólum sem einungis fengu tölvupóst. Tæplega tvær vikur voru síðan foreldrunum var boðið þátt að taka þátt í könnuninni í fyrsta sinn. Tímasetning úthringinga var einnig prófuð en  74% svöruðu símtalinu ef hringt var fyrir kvöldmat (17:30) samanborið við 57% foreldra sem svöruðu eftir kvöldmat (19:30). Munurinn var tölfræðilega marktækur (p < 0,01) og gefur vísbendingar um að mögulega sé betra að hafa samband við foreldra fyrir kvöldmat á virkum dögum.