Aðalsíða

Nafn næsta yfirmanns í starfsmannakönnunum

20. febrúar, 2020

Töluvert hefur borið á spurningum um hvernig forskrá skuli nafn næsta yfirmanns í starfsmannalistanum. Forskráða nafnið er birt viðkomandi starfsmanni á meðan spurningum um næsta yfirmann er svarað í könnuninni. Forskráða nafnið er síðan notað í úrvinnslunni til að búa til súlurit ef 5 eða fleiri svör eru að baki nafni næsta yfirmanns. Í smærri leikskólum þar sem fáir starfsmenn eru á hverri deild getur verið hentugra að gefa ekki upp nafn einstakra deildarstjóra en láta frekar titlana „Deildarstjóri“ standa sem nafn næsta yfirmanns í starfsmannalistanum. Að sama skapi er mögulegt að láta titlana „Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri“ vera saman á viðeigandi stöðum í starfsmannalistanum ef þörf er á að fá mat deildarstjóranna á stjórnendateyminu í sameiningu. Ef þetta er gert myndast súlurit í úrvinnslunni þar sem spurningar um næsta yfirmann eru brotnar niður eftir deildarstjórum sem heild annarsvegar og skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra hinsvegar.