Aðalsíða

Innsending þátttakendalista

11. ágúst, 2020

Frá og með haustinu 2020 verður hætt að taka á móti þátttakendalistum í tölvupósti. Þessi í stað þarf viðkomandi tengiliður (eða skólastjóri) að skrá sig inn í kerfið á síðunni skolapulsinn.is. Efst á síðunni er listi yfir þær kannanir sem viðkomandi skóli er skráður í. Smella þarf á viðeigandi könnun (sjá mynd 1).

Mynd 1. Listi yfir kannanir sem eru í gangi.

Á fyrstu síðu viðkomandi könnunar er hægt að velja lista af tölvunni til forskoðunar (sjá mynd 2).

Mynd 2: Listi sendur inn til forskoðunar.

Því næst er hægt að forskoða listann og leiðrétta villur sem í listanum kunna að vera (sjá mynd 3).

Mynd 3: Forskoðun lista.

Þegar allar villur í listanum hafa verið leiðréttar er endanlegt skjal sent inn til úrtaksgerðar (sjá mynd 4).

Mynd 4. Endanlegur listi sendur inn til úrtaksgerðar.

Þegar innsendingu er lokið má nota sömu síðu til að fylgjast með framgangi könnunarinnar og óska eftir nýjum þátttökukóðum ef þörf krefur. Þetta nýja fyrirkomulag hefur margskonar kosti í för með sér. Listarnir eru villuprófaðir strax þannig að hægt er að leiðrétta villur um leið og listinn er sendur inn. Einnig myndast engin tímabundin afrit af listanum á póstþjónum sendanda og mótakanda. Innsending listans er einnig dulkóðuð (https) þannig að óþarfi er að læsa töflureiknisskjalinu. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hringja í síma 5830700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is