Aðalsíða

Ný tungumál og aukafyrirlögn í nemendakönnun framhaldsskóla

12. ágúst, 2020

Enskum og pólskum texta og talgervli hefur nú verið bætt við nemendakönnun framhaldsskóla auk íslenskunnar. Síðasta vetur komu fram óskir um að hægt væri að taka nemendakönnun Skólapúlsins á öðrum tímum en í nóvember. Til að verða við óskum um aukin sveigjanleika hefur verið ákveðið að færa könnunina fram um einn mánuð og bjóða uppá Skólapúlsinn í október í stað nóvember. Að auki verður boðið uppá að taka Skólapúlsinn aftur í apríl á hverju ári án aukakostnaðar. Skólum er frjálst að taka þátt í annarri mælingunni eða báðum allt eftir þörf fyrir niðurstöður inní innra mat skólans á hverjum stað. Dregið verður í 120 nemenda úrtak fyrir hvorn mánuð fyrir sig. Ef nemendafjöldi er lægri en 240 er boðið uppá að endurtaka könnunina fyrir sama úrtak í apríl. Einni skýrslu er skilað fyrir skólaárið í heild sinni og er hún fyrst gefin út í nóvember en síðan uppfærð í maí með niðurstöðum úr aprílfyrirlögninni. Í skýrslunni má sjá heilarársmeðaltöl sem og niðurstöður hvorrar mælingar fyrir sig. Skráning fer fram á síðunni skolapulsinn.is með netfangi skólastjóra (sjá leiðbeiningar hér https://skolapulsinn.is/um/?p=2593). Ítarlegar leiðbeiningar um framkvæmd könnunarinnar er að finna hér:https://skolapulsinn.is/um/?page_id=1502)