Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins eru eign hver skóla fyrir sig og nýttar í lögbundnu innra mati hvers skóla fyrir sig. Mismunandi er hversu ítarlegar upplýsingar hver skóli gerir aðgengilegar úr sínum könnunum. Margir kynna þó niðurstöðurnar almennt á foreldrafundum einnig er eitthvað um að PDF skjöl með tölulegum niðurstöðum séu gerð aðgengileg á heimasíðum. Flestir skólar eru með innramatsteymi sem heldur utanum öll gögn sem nýtt eru í innra mati skólans. Best er að setja sig í samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra til að komast í samband við þann sem stýrir innra matinu. Niðurstöður innra matsins eru opinberar og þar er iðulega vísað í niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins.