Aðalsíða

Mig langar að forvitnast um hvort niðurstöður sem skólapúlsinn gerir séu aðgengilegar foreldrum? Ef svo er, hvar myndi maður nálgast þær niðurstöður?

21. október, 2020

Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins eru eign hver skóla fyrir sig og nýttar í lögbundnu innra mati hvers skóla fyrir sig. Mismunandi er hversu ítarlegar upplýsingar hver skóli gerir aðgengilegar úr sínum könnunum. Margir kynna þó niðurstöðurnar almennt á foreldrafundum einnig er eitthvað um að PDF skjöl með tölulegum niðurstöðum séu gerð aðgengileg á heimasíðum. Flestir skólar eru með innramatsteymi sem heldur utanum öll gögn sem nýtt eru í innra mati skólans. Best er að setja sig í samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra til að komast í samband við þann sem stýrir innra matinu. Niðurstöður innra matsins eru opinberar og þar er iðulega vísað í niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins.