Gagnvirkt efnisyfirlit í PDF skjölum
17. ágúst, 2021
Heildaruppfærsla á myndritum og PDF vinnslu fer nú fram í niðurstöðukerfi Skólapúlsins. Það fyrsta sem tekið hefur verið í notkun eru gagnvirk efnisyfirlit í PDF skjölum. Nú er hægt að smella á kaflaheiti í efnisyfirlit PDF skjalanna og fletta þar með beint á viðkomandi kafla. Töflur og myndir brotna nú einnig betur á milli blaðsíðna í PDF skjölunum. Á næstu mánuðum munu öll myndrit í kerfinu fá uppfærslu sem snýr að auknum skýrleika og gagnvirkni.