Aðalsíða

Notkun rafrænna skilríkja gerð að skyldu

18. ágúst, 2021

Nú í haust verða rafræn skilríki gerð að skyldu við innskráningu í niðurstöðukerfi Skólapúlsins. Tilgangur þess er að auka öryggi við vinnslu þátttakendalista og skoðun niðurstaðna. Rafræn skilríki munu virka sjálfkrafa við innskráningu ef kennitala var gefin upp við stofnun notendareikningsins. Ef engin kennitala er tengd viðkomandi notendareikningi er viðkomandi notandi beðin um að skrá sig inn með lykilorði og bæta kennitölunni við. Ef lykilorðið er týnt þá þarf að smella á krækjuna Gleymt lykilorð og útbúa nýtt lykilorð.