Aðalsíða

Einnota aðgangur með QR-kóða

27. september, 2021

Nokkuð hefur borið á því að nemendur í nemendakönnun 6. – 10. bekkjar læsi sig óvart út úr könnuninni með því að skrá sig tvisvar inn í könnunina með QR-kóðanum. Virkni QR-kóðans hefur nú verið breytt á þann veg að fyrri lotu (t.d. hálfkláraðri könnun fyrri nemanda) er einungis lokað í fyrsta skipti sem nýr QR-kóði er skannaður. Þetta kemur í veg fyrir að nemandi læsi sjálfan sig út úr eigin könnun.