Aðalsíða

Framhaldsskólapúlsinn nú á arabísku og spænsku

16. desember, 2024

Arabíska og spænska hafa bæst í hóp þeirra tungumála sem Framhaldsskólapúlsinn hefur verið þýddur á. Spænska var þegar á meðal þeirra 9 tungumála sem boðið er upp á í nemendakönnun 6. – 10. bekkjar en arabískan er nýjung frá og með skólaárinu 2024-2025.

Uppsetning Framhaldsskólapúlsins á arabísku var skemmtileg áskorun þar sem taka þurfti tillit til þess að tungumálið er lesið frá hægri til vinstri. Örvar til að fletta á milli blaðsíðna þurftu því að miðast við það. Arabíska útgáfan var notendaprófuð af arabískumælandi einstaklingi til að fullvíst væri að engin smáatriði hefðu orðið útundan við yfirfærsluna.

Skjáskot af upphafssíðu Framhaldsskólapúlsins á arabísku