Samkvæmt íslenskum lögum skulu leik-, grunn- og framhaldsskólar meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfsins. Slíku innra mat má skipta í þrjú stig: 1) Fylgjast með stöðu mála, 2) Bregðast við, og 3) Sannreyna árangurinn. Undanfarin 16 ár hefur Skólapúlsinn boðið upp á áreiðanlegar mælingar fyrir liði 1 og 3. Nú viljum við loka hringnum og hafa milligöngu um að tengja skólastjórnendur við sérfræðinga úr íslensku fræðasamfélagi fyrir ráðgjöf um umbótastarf á þeim sviðum þar sem áskoranirnar birtast hverju sinni.

Slík ráðgjöf verður sniðin að hverju tilfelli fyrir sig. Nánari upplýsingar má fá hjá starfsfólki Skólapúlsins í síma 583-0700 eða með tölvupósti á skolapulsinn@skolapulsinn.is.