Aukin fylgnitafla
18. ágúst, 2011
Í haust verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast með fylgni á milli allra kvarðanna í Skólapúlsinum. Kvarðar sem fylgjast þétt að í gögnum einstakra skóla geta gefið vísbendingar um mögulegt orsakasamband. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári mældist sterk jákvæð fylgni (r=0,65) á milli sjálfsálits og stjórnar á eigin lífi í 6.-10.bekk. Því má telja líklegt að skólastarf sem ýtir undir stjórn á eigin lífi leiði einnig til aukins sjálfsálits. Fylgnistuðlar sem þessi eru reiknaðir sérstaklega fyrir alla þátttökuskóla Skólapúlsins.