1. mars, 2012

Brian Suda veftölvunarfræðingur Skólapúlsins sótti nýverið sérfræðiráðstefnu um velferð barna sem haldin var í Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Á ráðstefnunni kynnti Brian aðferðafræði Skólapúlsins við sjálfsmat og þróunarstarf skóla. Á ráðstefnunni voru margir helstu sérfræðingar heims í rannsóknum á þroska barna þ.á.m. Howard Gardner sem hefur verið áhrifamikill kenningasmiður fyrir skólastarf víða um heim. Hér […]

lesa meira
19. febrúar, 2012

Skólapúlsinn beitir ályktunartölfræði til að lýsa viðhorfum foreldra í þeim skólasamfélögum sem nota kerfið til sjálfsmats. Lykilatriði við beitingu álytkunartölfræði er að svarhlutfall úrtaksins sem um ræðir sé fullnægjandi. Kerfið gerir því strangar kröfur til svarhlufalls og niðurstöður sem fengnar eru með minna en 80% svarhlutfalli eru ekki birtar í kerfinu.

Til að auðvelda skólum að […]

lesa meira
13. febrúar, 2012

Vissar gerðir tölvupóstforrita hafa hingað til ekki náð að lesa íslenska stafi í tölvupóstum sem kerfið hefur sent út. Vandamálið tengdist skilgreiningu á textagerð í gagnagrunni Skólapúlsins. Þetta hefur nú verið lagað og nú birtast íslenskir stafir í öllum gerðum tölvupóstforrita.

lesa meira
16. janúar, 2012

Skólavogin er nýtt upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög sem byggir á þátttöku skóla í Skólapúlsinum. Heimasíða Skólavogarinnar var formlega tekin í notkun í dag. Slóðin að nýju heimasíðunni er: http://skolavogin.is/um/.

lesa meira
3. janúar, 2012

Brian Suda veftölvunarfræðingur skrifaði grein um Skólapúlsinn í nýjasta tölublað Tölvumála, tímarits Skýrslutæknifélags Íslands. Greinin er á ensku og heitir „Finger on the pulse
– in the now and for the future“. Í greininni er góð lýsing á hugmyndafræði Skólapúlsins og innviðum kerfisins. Greina í heild sinni má nálgast með því að smella […]

lesa meira
3. janúar, 2012

Í haust fór fram þróunarvinna sem miðaði að því að bæta eineltismælingu Skólapúlsins með því að spyrja einnig um einelti á netinu. Erfitt reyndist að finna spurningu sem mældi þátt eineltis á netinu sem hluta af undirliggjandi eineltisþætti. Að lokum fannst þó spurning sem sýndi viðunandi niðurstöður úr þáttagreiningu. Mælitækið sem mælir einelti í Skólapúlsinum […]

lesa meira
29. desember, 2011

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn ehf. hafa gert með sér samning um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogarinnar. Samningurinn er gerður til fimm ára. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í Skólavoginni geta haft samband við Skólapúlsinn ehf. skolapulsinn@skolapulsinn.is .

Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra […]

lesa meira
15. desember, 2011

Kóða fyrir síðuskiptingar hefur nú verið bætt við niðurstöðusíður Skólapúlsins. Þetta hefur í för með sér að útprentun í PDF skjöl eða beint á pappír skiptast rökréttar á milli síða en verið hefur.

lesa meira
10. desember, 2011

Í mars næstkomandi verður kennarakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng kennara skv. kennaralista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í febrúar. Kennarakönnun Skólapúlsins mun einungis fara fram í mars á ári hverju og munu niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl. Kostnaður við […]

lesa meira
10. desember, 2011

Í febrúar næstkomandi verður foreldrakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng foreldra skv. foreldralista úr Mentor sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í janúar. Skólapúlsinn býr til 120 para lagskipt líkindaúrtak foreldra á yngsta, mið- og elsta stigi skólans og sendir út könnunina ásamt þremur […]

lesa meira