5. desember, 2011

Í nýlegri frétt hjá Ríkisútvarpinu http://ruv.is/frett/malid-adeins-eina-kynslod-ad-deyja var því haldið fram að „þeim börnum fækki sem lesi sér til ánægju“. Þetta er ekki í samræmi við mælingar Skólapúlsins sl. fjögur ár, en samkvæmt þeim hefur ánægja af lestri aukist lítilega á síðustu árum þó aukningin sé mjög lítil. Aðstandendur Skólapúlsins athuguðu málið og reyndist um […]

lesa meira
21. nóvember, 2011

Gögn úr Skólapúlsinum voru nýtt í nýrri rannsókn með Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðingi, þar sem metið var einelti og líðan nemenda í skólum sem vinna eftir Olweus áætluninni samanborið við aðra skóla. Niðurstöður sýna minna einelti í Olweus skólum í 6., 7. og 10. bekk en ekki í 8. og 9. bekk. Sterkust eru áhrifin í 7. […]

lesa meira
10. nóvember, 2011

Skólapúlsinn er nú kominn í lag aftur. Kerfið lá niðri í 3 tíma í morgun vegna bilunar í diskastæðu hjá Reiknistofnun Háskólans. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem bilunin kann að hafa valdið.

lesa meira
10. nóvember, 2011

Innskráning í Skólapúlsinn hefur ekki virkað í morgun. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

lesa meira
3. nóvember, 2011

Innflutningur nemendalista í Skólapúlsinn hefur nú verið samhæfður útflutningi nemendalista úr Mentor. Dálkurinn sem segir til um kyn nemenda getur nú innihaldið kk fyrir stráka og kvk fyrir stelpur. Gömlu gildin, 1 fyrir stelpur og 2 fyrir stráka munu einnig virka áfram fyrir þá sem það kjósa.

lesa meira
10. október, 2011

Í síðasta mánuði kynntu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jón Páll Haraldsson í Kastljósi RÚV skýrslu um kynjamun hjá grunnskólanemendum í Reykjavík. Hún er afrakstur vinnu starfshóps á vegum Menntasviðs Reykjavíkur um stráka og skólann. Metinn var kynjamunur í námsárangri en einnig líðan, námsvirkni og bekkjaranda. Hópurinn nýtti meðal annars niðurstöður úr Skólapúlsinum þar sem fram […]

lesa meira
8. október, 2011

Skilyrðum fyrir birtingu niðurstaðna hefur verið breytt lítillega nú í október. Nú þurfa einungis 5 nemendur úr hverjum árgangi að hafa svarað til að meðaltal árgangsins sé birt. Þetta veldur því að niðurstöður svo til allra skóla brotna niður eftir árgöngum strax eftir fyrstu mælingu vetrarins. Ef ekki eru 5 nemendur í einhverjum árganganna brotna […]

lesa meira
5. október, 2011

Eftir því sem fleiri skólar taka þátt í Skólapúlsinum verður úrvinnsla gagnanna umfangsmeiri. Nýverið var kerfið bætt með nýjum efnisyfirlitum (database index). Breytingin hefur þau áhrif að öll úrvinnsla tekur nú mun styttri tíma en áður. Af því leiðir að mun skemmri tíma tekur nú að opna einstakar síður á niðurstöðusíðum skólanna.

lesa meira
30. september, 2011

Síðastliðinn fimmtudag bilaði vefþjónn hjá Reiknistofnun Háskólans með þeim afleiðingum að vefkerfi Skólapúlsins hefur legið niðri sl. tvo daga. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að hafa valdið.

lesa meira
27. september, 2011

Nú geta tengiliðir nálgast og prentað úrtakslistann beint af niðurstöðusíðu skólans frá og með fyrsta hvers mælingamánaðar. Listarnir verða áfram sendir í tölvupósti ásamt áminningum. Listarnir á niðurstöðusíðunni eru gagnvirkir á þann hátt að nafn nemendanna hverfur eftir að þeir hafa svarað spurningalistanum. Með því móti er einfaldara að fylgjast með hvort að einhver nemandi […]

lesa meira