Aðalsíða

Þið segið „Ef mæling skólans á tilteknum þætti er marktækt fyrir ofan eða fyrir neðan niðurstöðu annarra er skóla er mismunurinn stjörnumerktur“. Hjá okkur er mikið um einhver frávik en tölurnar eru grænar eða rauðar, hvaða merkingu hefur það?

15. apríl, 2020

Þar sem ekki er um úrtakskönnun að ræða er í raun allur munur tölfræðilega marktækur. Marktektarprófin eru þó engu að síður höfð með þar sem þau draga oft fram mun sem er stærri og því áhugaverður. Ef talan er rauð þá er breytingin frá síðustu mælingu eða mismunurinn frá landsmeðaltali yfirstandandi árs óhagsstæður. Ef talan er græn er um hagstæðan mun að ræða. Hægt er að túlka allan mun sem settur er fram á staðalníukvarðanum (1-9) á sama hátt. Munur uppá 0,5 stig er lítill munur munur uppá 1 stig er töluverður munur og munur uppá 1,5 stig eða meira er mikill munur.