Aðalsíða

Varðandi samræmdu prófin, hvernig eruð þið að rýna í þau og gefa ráðleggingar til skóla?

3. apríl, 2020

Hvað samræmdu prófin varðar þá erum við aðallega að rýna í hvernig heildarþróun skólans hefur verið undanfarin 7 ár og hvernig ólíkir undirþættir prófanna eru að koma út í samanburði við aðra skóla af sambærilegri gerð. Einnig gefum við viðmið um hvað  má telja mikinn, töluverðan eða lítinn mun á normaldreifðum kvarða með meðaltalið 30 og staðalfrávikikið 10. Hjá skólum með breiða aldurdreifingu rýnum við einnig í þróun ólíkra áranga á milli prófa. Upplýsingarnar geta gefið vísbendingar um hvar breyta þarf um áherslur og hvar finna má fyrirmyndarkennslu m.t.t. samræmdra prófa.