26. mars, 2021

Málþing samráðshóps um forvarnir hjá Reykjavíkurborg var haldið þann 25. mars. Á þinginu var Skólapúlsinum boðið að kynna þróun á heildarniðurstöðum Reykjavíkurborgar sem tengjast forvörnum. Helstu niðurstöður eru að líðan nemenda í 6. – 10. bekk í Reykjavík (sem og annars staðar á landinu) hefur dalað töluvert á  undanförnum 6 árum. Einnig hefur virkni nemenda […]

lesa meira
12. janúar, 2021

Öryggisfyrirtækið Syndis framkvæmdi nýverið öryggisskimun á innskráningargátt Skólavogarinnar/Skólapúlsins. Uppsetning innskráningargáttanna stóðst öll helstu öryggispróf sem framkvæmd voru. Í kjölfar skimunarinnar voru innskráningargáttirnar uppfærðar samkvæmt leiðbeiningum Syndis til að styrkja öryggi þeirra enn frekar.

lesa meira
9. nóvember, 2020

Bóas Valdórsson sálfræðingur við MH fór nýlega yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum í áhugaverðum fyrirlestri sem birtur var á Facebook síðunni Dótakassinn. Fyrirlesturinn er gott dæmi um hvernig langtímaniðurstöður úr Skólapúlsinum nýtast við innra mat framhaldsskóla. Umfjöllun um niðurstöður úr Skólapúlsinum byrjar á 18. mínútu: https://www.facebook.com/watch/?v=728857394377382

lesa meira
30. október, 2020

Starfsmannapúlsinn gerir skólum og sveitarfélögum mögulegt að samræma starfsmannakannanir leik- og grunnskóla við starfsmannakannanir annarra vinnustaða innan sveitarfélagsins. Starfsmannapúlsinn var nýlega kynntur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2020. Horfa má á kynninguna hér: https://vimeo.com/473793662

lesa meira
12. ágúst, 2020

Enskum og pólskum texta og talgervli hefur nú verið bætt við nemendakönnun framhaldsskóla auk íslenskunnar. Síðasta vetur komu fram óskir um að hægt væri að taka nemendakönnun Skólapúlsins á öðrum tímum en í nóvember. Til að verða við óskum um aukin sveigjanleika hefur verið ákveðið að færa könnunina fram um einn mánuð og bjóða uppá […]

lesa meira
11. ágúst, 2020

Frá og með haustinu 2020 verður hætt að taka á móti þátttakendalistum í tölvupósti. Þessi í stað þarf viðkomandi tengiliður (eða skólastjóri) að skrá sig inn í kerfið á síðunni skolapulsinn.is. Efst á síðunni er listi yfir þær kannanir sem viðkomandi skóli er skráður í. Smella þarf á viðeigandi könnun (sjá mynd 1).

Mynd 1. […]

lesa meira
29. júní, 2020

Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is eða hringja í síma 5830700.

lesa meira
7. maí, 2020

Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Zoom. Krækju á fundinn má finna hér:https://us02web.zoom.us/j/84027222903

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: […]

lesa meira
27. apríl, 2020

Nemendakönnun 1. – 5. bekkjar er nú aðgengileg á fimm tungumálum. Þeir nemendur sem ekki hafa enn náð tök á lestri geta nú fengið spurningar og svarmöguleika lesna fyrir sig á íslensku, ensku, pólsku, dönsku og sænsku.

lesa meira