Málþing samráðshóps um forvarnir hjá Reykjavíkurborg var haldið þann 25. mars. Á þinginu var Skólapúlsinum boðið að kynna þróun á heildarniðurstöðum Reykjavíkurborgar sem tengjast forvörnum. Helstu niðurstöður eru að líðan nemenda í 6. – 10. bekk í Reykjavík (sem og annars staðar á landinu) hefur dalað töluvert á undanförnum 6 árum. Einnig hefur virkni nemenda […]
Öryggisfyrirtækið Syndis framkvæmdi nýverið öryggisskimun á innskráningargátt Skólavogarinnar/Skólapúlsins. Uppsetning innskráningargáttanna stóðst öll helstu öryggispróf sem framkvæmd voru. Í kjölfar skimunarinnar voru innskráningargáttirnar uppfærðar samkvæmt leiðbeiningum Syndis til að styrkja öryggi þeirra enn frekar.
Bóas Valdórsson sálfræðingur við MH fór nýlega yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum í áhugaverðum fyrirlestri sem birtur var á Facebook síðunni Dótakassinn. Fyrirlesturinn er gott dæmi um hvernig langtímaniðurstöður úr Skólapúlsinum nýtast við innra mat framhaldsskóla. Umfjöllun um niðurstöður úr Skólapúlsinum byrjar á 18. mínútu: https://www.facebook.com/watch/?v=728857394377382
Starfsmannapúlsinn gerir skólum og sveitarfélögum mögulegt að samræma starfsmannakannanir leik- og grunnskóla við starfsmannakannanir annarra vinnustaða innan sveitarfélagsins. Starfsmannapúlsinn var nýlega kynntur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2020. Horfa má á kynninguna hér: https://vimeo.com/473793662
Enskum og pólskum texta og talgervli hefur nú verið bætt við nemendakönnun framhaldsskóla auk íslenskunnar. Síðasta vetur komu fram óskir um að hægt væri að taka nemendakönnun Skólapúlsins á öðrum tímum en í nóvember. Til að verða við óskum um aukin sveigjanleika hefur verið ákveðið að færa könnunina fram um einn mánuð og bjóða uppá […]
Frá og með haustinu 2020 verður hætt að taka á móti þátttakendalistum í tölvupósti. Þessi í stað þarf viðkomandi tengiliður (eða skólastjóri) að skrá sig inn í kerfið á síðunni skolapulsinn.is. Efst á síðunni er listi yfir þær kannanir sem viðkomandi skóli er skráður í. Smella þarf á viðeigandi könnun (sjá mynd 1).
Mynd 1. […]
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is eða hringja í síma 5830700.
Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Zoom. Krækju á fundinn má finna hér:https://us02web.zoom.us/j/84027222903
Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
09.00-10.30 Leikskóli: […]
Nemendakönnun 1. – 5. bekkjar er nú aðgengileg á fimm tungumálum. Þeir nemendur sem ekki hafa enn náð tök á lestri geta nú fengið spurningar og svarmöguleika lesna fyrir sig á íslensku, ensku, pólsku, dönsku og sænsku.