Menntamálastofnun framkvæmir samræmd próf á yngsta stigi og miðstigi í september og á unglingastigi í mars á hverju skólaári. Niðurstöður stærri skóla (100+) eru gerðar aðgengilegar í skýrslugrunni stofnunarinnar skyrslur.mms.is þegar framkvæmd er lokið. Skólapúlsinn býður uppá eftirvinnslu á þessum niðurstöðum þar sem viðkomandi skóli fær heildaryfirlit yfir sínar niðurstöður í nafnlausum samanburði við sambærilega […]
Á nýafstöðnum vorfundi var innihald og framkvæmd á öllum könnunum Skólapúlsins tekin til umræðu. Gagnlegar ábendingar komu fram á fundinum sem hafa þegar verið teknar til framkvæmda s.s. sérdálkur á yfirlitssíðu sem sýnir breytingu frá síðasta þátttökuári. Á næsta skólaári koma einnig til framkvæmda nokkrar breytingar sem rekja má til umræðu sem fram fór á […]
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is eða hringja í síma 5830700.
Upptökur af leik- og grunnskólahluta vorfundarins eru nú aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Vinsamlegast sendið tillögur og athugasemdir að breytingum ef einhverjar eru á skolapulsinn@skolapulsinn.is.
Útsendingin hefst klukkan 09:00 og verður streymt á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Ef einhver vandamál koma upp við útsendinguna vinsamlegast hringið í síma 5830700.
Skólapúlsinn býður til vorfundar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og […]
Niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins í 6. – 10. bekk frá því í apríl hefur nú verið bætt við skýrslu skólaársins í Skólavoginni. Rúmlega 15 þúsund nemendur hafa nú svarað könnuninni. Stærstu skólarnir eiga eftir eitt úrtak í maí, en ekki er við því að búast að staða þeirra skóla breytist mikið úr þessu. Þeir skólar sem […]
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð um páskana. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi. Starfsfólk Skólapúlsins óskar viðskiptvinum og þátttakendum í könnunum Skólapúlsins gleðilegra páska.
Nei, stjórnendur sjá ekki hvað hver og einn svarar. Stjórnendur sjá heldur ekki starfstitil og aldur með svörum. Könnunin virkar þannig að nafni þínu er sjálfkrafa eytt áður en þú byrjar að svara og því verða aldrei til persónuupplýsingar í gagnagrunnninum hjá okkur. Við söfnum einnig, með vilja, mjög takmörkuðum bakgrunnsupplýsingum um svarendur. Sem dæmi […]
Það er mjög misjafnt, við ráðleggjum skólum alltaf fara yfir helstu atriði (jákvæð og neikvæð) og kynna samantekt á niðurstöðum innra matsins fyrir hagsmunaaðilum (foreldrum, nemendum og starfsfólki) ásamt áætlun um úrbætur. Við ráðleggjum skólum frá því að leggja stór PDF skjöl umhugsunarlaust út á vefinn. Í öryggisskyni höfum við því smíðað niðurstöðukerfið þannig að […]