Nei, stjórnendur sjá ekki hvað hver og einn svarar. Stjórnendur sjá heldur ekki starfstitil og aldur með svörum. Könnunin virkar þannig að nafni þínu er sjálfkrafa eytt áður en þú byrjar að svara og því verða aldrei til persónuupplýsingar í gagnagrunnninum hjá okkur. Við söfnum einnig, með vilja, mjög takmörkuðum bakgrunnsupplýsingum um svarendur. Sem dæmi […]
Það er mjög misjafnt, við ráðleggjum skólum alltaf fara yfir helstu atriði (jákvæð og neikvæð) og kynna samantekt á niðurstöðum innra matsins fyrir hagsmunaaðilum (foreldrum, nemendum og starfsfólki) ásamt áætlun um úrbætur. Við ráðleggjum skólum frá því að leggja stór PDF skjöl umhugsunarlaust út á vefinn. Í öryggisskyni höfum við því smíðað niðurstöðukerfið þannig að […]
Það er matsatriði. Ef starfsmaðurinn hefur verið við vinnu á yfirstandandi skólaári í umtalsverðan tíma (1-2 mánuði) þá ættu skoðanir viðkomandi starfsmanns erindi inní heildarniðurstöðu skólans á skólaárinu. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að starfsmenn sinni vinnutengdum erindum (svara könnun) í orlofi, þó vilja fæstir að gengið sé framhjá þeim. Best er að spyrja […]
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð á milli jóla og nýárs vegna hátíðanna. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar næstkomandi. Starfsfólk Skólapúlsins óskar viðskiptvinum og þátttakendum í könnunum Skólapúlsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Nokkrir notendur hafa haft samband við okkur og spurt um leiðir til að gera staðalníukvarðann (sem flestar niðurstöður eru birtar á) skiljanlegri fyrir almenning. Ein leið er að umbreyta staðalníukvarðanum yfir í hundraðsröð (e. percentile rank). M.ö.o má segja að ef að t.d. Reykjavík var með 5,3 á staðalníukvarðanum þá voru 56% nemenda á […]
Á undanförnum vikum höfum við fengið ábendingar frá lögfræðingum nokkurra sveitarfélaga um hluti sem betur mættu fara í nýju áskriftarskilmálunum. Í kjölfarið hafa áskriftarskilmálar og vinnslusamningur um áskrift að Skólapúlsinum verið uppfærðir lítillega, breytingarnar eru í engum tilfellum íþyngjandi fyrir skóla eða sveitarfélög miðað við fyrri skilmála og snúa að eftirfarandi atriðum:
Við 5. gr. áskriftarskilmálanna bættist ákvæði […]
Skólastjóri í einum af þeim grunnskólum sem notar kannanir Skólapúlsins við innra mat hafði samband við okkur á dögunum og mælti með bókinni Beyond test scores eftir Jack Schneider sem gefin er út af Harvard University Press og kom út í fyrra. Við pöntuðum bókina og getum sannarlega mælt með lesningunni. Niðurstaða bókarinnar […]
Okkur hjá Skólapúlsinum er mjög annt um að fara að öllu leyti eftir nýju lögunum um persónuvernd. Þess vegna fórum við yfir alla okkar ferla síðasta vetur í samstarfi við Juris lögmannsstofu og uppfærðum persónuverndarstefnu okkar í kjölfarið (sjá http://visar.is/?page_id=135). Það er þrennt sem lögfræðingar okkar hafa hvatt okkur til að koma […]
Nemendakönnun 6. – 10. bekkjar hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta skólaári. Í fyrsta lagi er nú hægt að fá spurningarnar lesnar á bæði ensku og íslensku. Í öðru lagi er nú gert ráð fyrir að nafni svarenda sé eytt áður en svörun hefst en ekki að eftir svörun lýkur líkt og áður. Einnig má […]
Skólar víða um land eru nú í óða önn að yfirfara vinnslusamninga og senda inn nemendalista til þátttöku í nemendakönnun 6. – 10. bekkjar 2018-2019. Í anda nýrra persónuverndarlaga viljum við vekja athygli á að nöfn nemenda eru einungis notuð til að draga í úrtök í stærri skólum og því eru nöfn óþörf í nemendalistum […]