Nýtt upplýsingakerfi fyrir Landlæknisembættið
20. september, 2012
Skólapúlsinn vinnur nú að nýju upplýsingakerfi fyrir Landlæknisembættið. Kerfið er hannað fyrir verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hýst á léninu heilsueflandi.is. Kerfið mun innihalda gagnvirka gátlista sem gerir skólastjórnendum kleift að sjá stöðu sína í verkefninu í samanburði við aðra þátttökuskóla. Jafnframt mun kerfið einfalda skráningu skóla og samskipti verkefnisstjóra og þátttökuskóla. Kerfið verður afhent á næstu vikum og mega þátttökuskólar í verkefninu eiga von á tölvupósti úr nýja kerfinu í framhaldi af því.