Aðalsíða

Samræmdar haustniðurstöður í 103 skólum

1. nóvember, 2012

Í október svöruðu rúmlega 3000 nemendur í 6.- 10. bekk nemendakönnun Skólapúlsins í 75 skólum. Það er í fyrsta skiptið sem þátttaka fer yfir 3000 nemendur í einum mánuði. Í september tóku 1200 nemendur þátt í 30 skólum. Í dag hafa stjórnendur skólanna 103 sem nota Skólapúlsinn aðgang að nýjustu upplýsingum um 19 matsþætti á virkni nemenda, líðan þeirra og skóla og bekkjaranda, upplýsingum sem safnað hefur verið á undanförnum 8 vikum. Nánar má lesa um notkun Skólapúlsins hér.