Aðalsíða

Rannsókn Skólapúlsins fyrir UNICEF

8. mars, 2013

UNICEF gaf í gær út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í fimmta kafla hennar eru birtar niðurstöður rannsóknar sem Skólapúlsinn vann um tengsl eineltis við líðan og sjálfsálit grunnskólabarna. Langtímagögn úr sjálfsmatskerfinu eru nýtt til að varpa ljósi á þá vanlíðan og niðurbrot sjálfstrausts sem alvarlegt einelti hefur í för með sér. Frétt um skýrslu UNICEF birtist á mbl.is hér [http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/07/finnst_framtidin_oft_vonlaus/].
Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér [http://www.unicef.is/rettindibarnaaislandi].

Skýrsla UNICEF