Aðalsíða

Virk þátttaka starfsmanna, nemenda og foreldra

7. maí, 2013
Niðurstöður samræmdrar foreldra- og starfsmannakönnunar eru nú hluti af sjálfsmatskerfi Skólapúlsins í fyrsta sinn frá því að samræmdum nemendakönnunum var hleypt af stokkunum í september 2008. Þessi tímapunktur markar tímamót í sögu Skólapúlsins þar sem að sjálfsmatskerfið býður nú í fyrsta sinn uppá  kerfisbundið sjálfsmat á árangri og gæðum skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra.

Svarhlutfall í könnununum var mjög gott. Af þeim 103 skólum sem tóku þátt í foreldrakönnuninni í febrúar náðu 95 skólar a.m.k. 70% svarhlutfalli. Af þeim 63 skólum sem tóku þátt í starfsmannakönnuninni í mars náði 61 skóli a.m.k. 70% svarhlutfalli. Þegar svarhlutfall er lægra en 70% eru niðurstöður í kerfinu birtar með fyrirvara um að þær endurspegla mögulega ekki almennt viðhorf svarenda í skólanum. Svarhlutfall í nemendakönnunum Skólapúlsins er alltaf að lágmarki 80%.