Vorfundur Skólapúlsins fór fram í gær. 23 skólastjórar og tengiliðir mættu á fundinn. Á fundinum fór fram kynning og umræður um fyrstu keyrslu á samræmdum foreldra- og starfsmannakönnunum í Skólapúlsinum. Ný mælitæki í skólaþróun voru kynnt og rætt var um mögulegar breytingar á núverandi nemendakönnun í ljósi þeirra. Unnið er að nákvæmum tillögum að breytingum í ljósi þeirra ábendinga sem fram komu á fundinum og borist hafa í tölvupósti. Glærukynningu fundarins má nálgast hér að neðan.