Aðalsíða

Nýtt skólaár hafið

2. september, 2013

Fyrsta mæling skólaársins hófst í morgun þegar yfir 30 skólar fengu senda þátttökukóða vegna septembermælingar Skólapúlsins hjá nemendum í grunnskólum. Í október birtast fyrstu niðurstöður í nafnlausum samanburði hjá hverjum og einum skóla. Nemendakönnun Skólapúlsins hefur tekið umtalsverðum breytingum frá síðasta ári eftir samráð við skólastjórnendur um land allt. Nú er t.d. mun ítarlegri skilgreining og mæling á einelti en verið hefur ásamt því að nýjum mælingum á mataræði og hreyfingu hefur verið bætt við spurningalistann.