Aðalsíða

Framhaldsskólapúlsinn

10. desember, 2013

Síðastliðinn föstudag fengu 13 framhaldsskólar niðurstöður úr samræmdri könnun á líðan og skólabrag sem fram fór í nóvember síðastliðnum. Tíu skólar náðu 80% svarhlutfalli og þrír skólar náðu 70% svarhlutfalli. Meðal nýjunga sem kynntar voru með þessum niðurstöðum er möguleikinn á að búa til pdf skýrslur úr öllum eða hluta spurninganna. Einnig er hægt að veita öðrum aðgang að niðurstöðunum á netinu. Kerfið byggir nú að nýrri aðferðafræði sem hefur stóraukið hraðann og möguleika fólks til að skoða einstakarniðurstöður á netinun og flytja út einstök myndrit. Nýja viðmót mun leysa gamla viðmót Skólapúlsins að fullu frá og með næsta hausti.