Aðalsíða

Samræmd könnun á líðan og skólabrag í framhaldsskólum 2014

6. janúar, 2014

Skólapúlsinn mun í febrúar næstkomandi leggja fyrir samræmda könnun um líðan og skólabrag fyrir framhaldsskóla á Íslandi. Samskonar könnun var lögð fyrir 12 framhaldsskóla í nóvember síðastliðnum með góðum árangri. Nokkrir skólar hafa lýst yfir áhuga á að taka könnunina á vorönn því hefur verið ákveðið að leggja könnunina fyrir aftur.

Könnunin hefur verið þróuð í samstarfi við Landlæknisembættið og Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Könnunin miðar að því að gera framhaldsskólum mögulegt að meta stöðu og árangur af því þróunarstarfi sem snýr að líðan og skólabrag. Niðurstöður könnunarinnar birtast í nafnlausum samanburði við aðra framhaldsskóla á aðgangi skólans hjá Skólapúlsinum í mars og gefur skólanum þar með góða mynd af stöðu sinni á landsvísu og sparar skólanum bæði tíma og fyrirhöfn.

Nánari upplýsingar um innihald könnunarinnar og framkvæmd er að finna á heimasíðu Skólapúlsins: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1502