Framhaldsskólapúlsinn 2014 – 2015
14. nóvember, 2014
Rúmlega 1200 framhaldsskólanemendur víða af landinu taka nú þátt í samræmdri könnun fyrir sjálfsmat 8 skóla sem unnin er af Skólapúlsinum. Nemendur hafa bæði fengið könnunina senda í tölvupósti og með sms skilaboðum. Hægt er að svara könnuninni beint á snjallsímum og tekur um 15 mínútur að svara. Könnunin er nú framkvæmd í annað sinn og fá framhaldsskólar sem tóku þátt í fyrra samanburð við fyrri útkomu í niðurstöðum sínum.
Tvær nýjungar eru í könnun þessa árs sem sprottnar eru uppúr samráði við notendur. Í fyrsta lagi er lagt mat á námsumhverfi nemenda og í öðru lagi er nú hægt að fá könnunina lesna af talgervli. Niðurstöðurnar munur liggja fyrir í fyrstu virku viku eftir að könnuninni lýkur um komandi mánaðarmót.