Aðalsíða

Hvernig er ætlast til að niðurstöður kannana séu birtar eða kynntar?

19. júní, 2015

Svar: Þar sem Skólapúlsinn er aðeins vinnsluaðili könnunar, en hver skóli framkvæmdaraðili og eigandi niðurstaðnanna, að þá er það undir skólanum komið hvernig hann birtir niðurstöður sinna kannana. Við mælumst þó til þess að opin svör þátttakenda séu aldrei birt opinberlega þar sem að eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gæta nafnleyndar varðandi þau. Margir skólar hafa gert samantekt á helstu niðurstöðum og birt í textaformi þar sem innsýn skólans bætist við tölfræðina. Slík framsetning gerir niðurstöðurnar aðgengilegri.