Aðalsíða

Nemendakönnun stytt frá síðasta skólaári

28. september, 2015

Nemendakönnun skólaársins 2015 til 2016 hefur verið ýtt úr vör. Margir skólar hafa þegar lagt könnunina fyrir en mjög stór hluti þátttökuskólanna gerir sína fyrstu mælingu í komandi mánuði, október.

Með tilkomu nýrra greiningaraðferða var unnt að fjarlægja spurningar úr könnuninni án þess að draga úr réttmæti kvarðanna.

Könnunin inniheldur 18 matsþætti líkt og áður en 18 spurningar voru fjarlægðar úr átta þeirra:

1. Ánægja af lestri (5),
2. Ánægja af náttúrufræði (1),
3. Trú á eigin vinnubrögð í námi (2),
4. Sjálfsálit (3),
5. Stjórn á eigin lífi (1),
6. Vellíðan (4),
7. Samsömun við nemendahópinn (1),
8. Virk þátttaka nemenda í tímum (1)

Stytting könnunarinnar felur í sér að það tekur nemendur styttri tíma að svara henni og er það í samræmi við óskir nemenda og skóla á undanförnum árum.